Leikur - Lýðræði - Samskipti Hafa samband

Haustið

Það er gaman að segja frá því að nú er starfsemi leikskólans komin á gott ról og börnin una sér vel í Hringekjunni alla daga. Einnig er skólahópur komin á gott skrið og er hann í sinni fyrstu heimsókn í Holtaskóla í dag. Við ætlum að nýta haustið vel í vettvangsferðir og skoða náttúruna í umhverfisgreind í öllum sínum litskrúða. Við munum leggja áherslu á greindarsvæðin í Hringekjunni og bjóða upp á fjölbreytt verkefni alla daga svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað fyrir sitt áhugasvið.